Gjaldþol og gjaldþolskrafa

Félagið hefur sett sér markmið um gjaldþolshlutfall upp á 1,5 með vikmörkum frá 1,4 til 1,7. Fari gjaldþolshlutfallið út fyrir mörkin kallar það á viðbrögð stjórnar og starfsmanna. Raunstaða gjaldþols í lok árs 2019 er 19.338 milljónir króna. Gjaldþolskrafan er 8.883 milljónir króna og gjaldþolshlutfallið því 2,18.

Heildaráhætta félagins hækkaði á liðnu ári sem má að mestu rekja til hlutafjáraukningar og almennra hækkana iðgjalda. Markaðsáhætta lækkar nokkuð á milli ára vegna þess að félagið undirbjó sig fyrir greiðsluna á Lykli og hafði til þess dregið úr eignum sem falla undir markaðsáhættu og safnað upp bankainnistæðum og lausafjársjóðum sem falla undir mótaðilaáhættu. Mikil hækkun var því í mótaðilaáhættu á tímabilinu. 

Alþjóðlegt hlutabréfaálag hækkaði á tímabilinu og var mjög nálægt núlli um áramótin eftir að hafa verið óvenju lágt um síðustu áramót. Allir áhættuflokkar voru innan áhættuvilja félagsins nema markaðsáhætta sem var of lág miðað við viðmið og óvenju hátt gjaldþol en þó á skilgreindu viðbragðsbili. Í ljósi hlutafjáraukningar og kaupanna á Lykli er gjaldþolshlutfall félagsins hátt og yfir viðmiði áhættuvilja. Vitað er að hlutfallið mun lækka strax á nýju ári eftir greiðsluna.

Gjaldþolshlutfall

 

Gjaldtholshlutfall2019

Gjaldþol og gjaldþolskröfur

 

Gjaldthol2019

Staða áhættu (gjaldþolskröfur)

 

Stada-ahaettu