Ófjárhagslegir mælikvarðar
Stefna TM um samfélagsábyrgð felur í sér þrjár meginstoðir: Forvarnir, persónuvernd og upplýsingaöryggi og stuðning við vaxtarbrodda samfélagsins. Hlutverk TM er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum aðstoð við að vera rétt tryggð og koma lífi þeirra og starfsemi fljótt á réttan kjöl eftir áföll.
Stjórn félagsins og starfsmenn TM telja að með því að hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi í störfum sínum minnki þeir verulega líkur á því að félagið verði fyrir áföllum sem hafi skaðleg áhrif á ímynd þess og orðspor. Með því að hafa samfélagslega ábyrgð sem leiðarljós í daglegri ákvarðanatöku má hafa jákvæð áhrif á samfélagið, bæta nýtingu auðlinda, auka þekkingu og lækka kostnað. Skýrt leiðarljós um samfélagsábyrgð styður jafnframt við gildi félagsins um heiðarleika og sanngirni.
Markmið um loftslagsmál
TM hefur undirritað yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um loftslagsmál og sett sér markmið í þeim efnum til 2030. Markmið félagsins er að minnka kolefnisfótspor sitt um a.m.k. 34% og auka flokkun úrgangs í 80% á tímabilinu. TM hóf skipulegar umhverfismælingar á árinu 2015 en kolefnisfótspor félagsins á árinu 2019 var 1,24 tonn á hvert stöðugildi. Árið 2018 var það 1,34 tonn.
Starfsmannastefna
Meginmarkmið starfsmannastefnu TM er að félagið hafi á að skipa hæfu, heiðarlegu og framsæknu starfsfólki og að TM veiti starfsfólki sínu sem best skilyrði til að sinna þeim verkefnum sem störf þeirra krefjast og möguleika til þess að vaxa og dafna í starfi. Skýr starfsmannastefna styður félagið í að veita og viðhalda framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina og samstarfsfélaga. Hjá TM leggja allir sitt af mörkum til að skapa góðan starfsanda. Það er stefna TM að starfsmönnum líði vel á vinnustað þar sem þeir eru virkir þátttakendur og mæta stuðningi og sanngirni. Samskipti og framkoma starfsmanna einkennist af heiðarleika, virðingu og trausti. Vinnustaðagreiningar eru framkvæmdar reglulega og er markvisst unnið úr niðurstöðum þeirra í því skyni að auka starfsánægju. TM leggur ríka áherslu á kynjajafnrétti og jafnréttismál eru meðal forgangsatriða í þróun og framtíðarsýn félagsins. Hver starfsmaður skal metinn á eigin forsendum óháð kynferði og öll mismunun er óheimil innan félagsins í hvaða formi sem hún birtist. TM hefur haft jafnlaunavottun frá árinu 2014 og var með fyrstu fyrirtækjum til að fá viðurkenningu Jafnréttisvísis Capacent.
Stjórnarhættir
Stjórnarhættir TM eru samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995, lögum um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016 og leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Nasdaq Iceland hf. og Samtök atvinnulífsins hafa gefið út, síðast í maí 2015. Tilnefningarnefnd var komið á með samþykki hluthafafundar í október 2018. Lagabálkarnir eru m.a. aðgengilegir á vef Alþingis, althingi.is, og leiðbeiningar um stjórnarhætti eru aðgengilegar á vef Viðskiptaráðs, vi.is. Auk þess byggjast stjórnarhættir félagsins á ýmsum stefnum og innri reglum sem það hefur sett sér, svo sem samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar, endurskoðunarnefndar og starfskjaranefndar en þessar reglur eru allar aðgengilegar á vef félagsins, tm.is. TM er með viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands, sjá nánar í stjórnháttayfirlýsingu TM.
Hér á eftir er að finna þær mælingar sem TM birtir í tengslum við tilraunaverkefni Nasdaq OMX og snúa að umhverfis-, félagslegum- og stjórnunarþáttum (e. environmental, social and governance). Mælingarnar eru merktar samkvæmt kerfi kauphallarinnar: E1, E2 o.s.frv.
E1 Losun gróðurhúsalofttegunda
Þessi mælikvarði er sá algengasti þegar metin eru umhverfisáhrif fyrirtækja. Hann mælir orkunotkun í CO2-ígildum og byggir á aðferðafræði „Greenhouse Gas Protocol“ sem skiptir losunarþáttum í þrjá flokka:
Umfang 1: Losun sem telst til beinna áhrifa af starfsemi fyrirtækja og er í tilfelli TM fyrst og fremst vegna notkunar eigin bifreiða og greidds aksturs starfsmanna.
Umfang 2: Losun vegna rafmagnsnotkunar og húshitunar. Losun af þessu tagi telst til óbeinna áhrifa vegna starfsemi TM.
Umfang 3 Óbein losun vegna þjónustu sem TM kaupir. Hér er um að ræða ýmsa þætti, svo sem akstur starfsmanna til og frá vinnu og flugferðir.
E1 Losun gróðurhúsalofttegunda (tonn CO2-ígilda) | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Umfang 1 | 31,6 | 27,0 | 39,2 | 43,7 |
Umfang 2 (landsnetið) | 12,8 | 13,3 | 11,3 | 11,3 |
Umfang 3 | 107,8 | 127,0 | 188,3 | 22,2 |
Samtals: | 152,2 | 167,3 | 238,8 | 77,2 |
Árið 2019 lækkaði kolefnisfótsporið um 9% frá fyrra ári, aðallega vegna lækkunar á umfangi 2 og 3. Umfang 1 jókst hins vegar á milli ára.
E2 Kolefnisvísir veltu
Mælt er hversu mikil kolefnisnotkunin er deilt með heildartekjum, bæði í ISK og USD.
E2 Kolefnisvísir veltu | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Heildartekjur í m.kr. | 19.181 | 17.516 | 18.771 | 17.279 |
Heildartekjur í m. USD | 156,4 | 161,6 | 173,1 | 159,4 |
Kolefnisvísir veltu (kg CO2-ígilda/m.kr.) | 7,93 | 9,55 | 12,72 | 4,35 |
Kolefnisvísir veltu (kg CO2-ígilda/m. USD) | 973,1 | 1.035,3 | 1379,5 | 484,3 |
Kolefnisvísir veltu minnkar á milli ára um 17% ef miðað er við ISK en 6% sé miðað við USD. Við útreikninga er notað meðalgengi USD/ISK sem var 122,65 á árinu 2019.
E3 Bein og óbein orkunotkun
Þessum mælikvarða er skipt niður eftir því hvers eðlis orkunotkunin er og mælir bæði orku vegna húsnæðis og bifreiða sem eru í beinni notkun hjá TM.
E3 Bein og óbein orkunotkun | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Heildarorkunotkun (kWst) | 1.578.692 | 1.439.944 | 1.389.767 | 1.337.396 |
+ Orka vegna jarðefnaeldsneytis (kWst) | 126.099 | 107.083 | 152.598 |
168.963
|
- Eldsneytisnotkun bifreiða (lítr.) | 13.253 | 11.106 | 15.308 | 16.764 |
+ Raforkunotkun (kWst) | 382.852 | 420.521 | 423.139 | 450.857 |
+ Orka frá heitu vatni til húshitunar (kWst) | 1.069.741 | 912.340 | 814.030 | 717.576 |
- Magn af heitu vatni til húshitunar (m3) | 18.444 | 15.730 | 14.035 | 12.372 |
Heildarorkunotkun eykst um 9,6% á milli ára, aðallega vegna orku frá heitu vatni.
E4 Orkuvísar
Orkuvísar mæla orkunotkun á einingu og miðað er við stöðugildi og fermetrafjölda húsnæðis.
E4 Orkuvísar | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Orkuvísir húsnæðis (kWst/m2) | 377 | 343 | 327 | 325 |
Orkuvísir stöðugilda (kWst/stöðugildi) | 12.835 | 11.520 | 11.392 | 10.962 |
Orkuvísir húsnæðis hækkar um 10% og orkuvísir stöðugilda hækkar um 11% á milli ára.
E5 Meginuppspretta orku
Þessi mælikvarði tilgreinir hver er meginuppspretta þeirrar orku sem notuð er af TM.
E5 Orkuvísar | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Meginuppspretta orku | Jarðvarmi | Jarðvarmi | Jarðvarmi | Jarðvarmi |
Hlutfall af heild | 68% | 63% | 59% | 54% |
E6 Hlutfall endurnýjanlegrar orku
Þessi mælikvarði segir til um hvert hlutfallið milli endurnýjanlegrar orku og óendurnýjanlegrar orku er hjá TM. Hér standa íslensk fyrirtæki almennt vel að vígi þar sem nánast öll raforkunotkun og orka sem fer til hitunar húsa er endurnýjanleg.
E6 Hlutfall endurnýjanlegrar orku | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Hlutfall: endurnýjanleg orka/óendurnýjanleg orka | 11,5 | 12,5 | 8,1 | 6,92 |
Hlutfall endurnýjanlegrar orku af heild | 92,0% | 92,6% | 89,0% | 87,4% |
Hlutfall endurnýjanlegrar raforku | 100% | 100% | 100% | 100% |
E7 Vatnsnotkun
Þessi mælikvarði tilgreinir notkun á köldu vatni hjá TM.
E7 Vatnsnotkun | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Heildarnotkun á köldu vatni (m3) | 3.900 | 5.989 | 6.305 | 7.268 |
E8 Losun úrgangs
Mælikvarðinn segir til um hversu miklum úrgangi TM skilar frá sér og hversu stór hluti þess er flokkaður.
E8 Losun úrgangs | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Rekstrarúrgangur (kg) | 14.690 | 21.060 | 19.870 | 28.599 |
Flokkað (kg) | 9.360 | 9.610 | 8.743 | 12.109 |
Óflokkað (kg) | 5.330 | 11.450 | 11.127 | 16.490 |
Hlutfall flokkaðs úrgangs | 64% | 46% | 44% | 42% |
Töluverð lækkun er á milli ára eða sem nemur 30% en gert var átak á árinu 2019 til að draga úr óflokkuðum úrgangi og lækka heildarmagn.
E9 Umhverfisstefna
Hefur félagið sett sér umhverfisstefnu?
E9 Umhverfisstefna | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar umhverfisstefna? | Nei | Nei | Nei | Nei |
Þrátt fyrir að TM hafi ekki sett sér formlega umhverfisstefnu þá hefur félagið skrifað undir yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um loftslagsmál og sett sér markmið í þeim efnum til 2030.
S1 Launahlutfall
Mælir hlutfallið á milli launa forstjóra og miðgildi launa í TM. Mælikvarðanum er ætlað að gefa til kynna hversu mikið jafnræði er innan fyrirtækja.
S1 Launahlutfall | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Laun og hlunnindi forstjóra á móti miðgildi launa | 5,19:1 | 5,7:1 | 5,9:1 | 5,3:1 |
Í starfskjarastefnu félagsins stendur m.a.: „Starfskjör forstjóra skulu hvað grunnlaun varðar vera samkeppnishæf miðað við forstjóra sambærilegra félaga á íslenskum markaði og taka mið af starfskjörum annarra starfsmanna félagsins til að tryggja samræmi og sanngjarna starfskjarastefnu innan þess.“
S2 Launahlutfall kynja
Mælir heildarhlutfallið á milli launa karla og kvenna en tekur ekki mið af mismunandi verðmæti einstakra starfa.
S1 Launahlutfall | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Laun karla á móti launum kvenna | 1,45:1 | 1,42:1 | 1,45:1 | 1,41:1 |
TM hefur haft jafnlaunavottun frá árinu 2014 og var með fyrstu fyrirtækjum til að fá viðurkenningu Jafnréttisvísis Capacent. TM hefur sett sér markmið um að auka hlut kvenna í stjórnunarstöðum.
S3 Starfsmannavelta
Hlutfall þeirra starfsmanna sem hætta af sjálfsdáðum, vegna aldurs, andláts eða er sagt upp sem hlutfall af heildarfjölda starfsmanna. Há starfsmannavelta gefur til kynna óánægju starfsmanna og óvissu um hvert stefnir í rekstrinum. Hún felur einnig sér vísbendingu um aukinn kostnað vegna ráðninga eða lækkun launakostnaðar.
S3 Starfsmannavelta | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Hlutfall starfsmanna sem láta af störfum | 4,5% | 2,2% | 6,3% | 5,3% |
S4 Kynjahlutföll
Hlutfall kvenna sem starfa hjá félaginu af heildarfjölda starfsmanna.
S4 Hlutfall kvenna | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Hlutfall kvenna af heildarfjölda | 49% | 47% | 47% | 46% |
Þrátt fyrir að kynjahlutföll séu jöfn hefur TM ákveðið að vinna að því að jafna kynjahlutföll innan einstakra starfssviða og í stjórnun félagsins.
S5 Hlutfall tímabundinna starfsmanna
Hlutfall lausráðinna starfsmanna eða verktaka af heildarfjölda starfsmanna. Mælikvarðinn gefur innsýn um hvernig viðskiptalíkan fyrirtækisins er uppbyggt og hvernig það nýtir mannauð sinn til að innleiða stefnu þess.
S5 Hlutfall tímabundinna starfsmanna | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Hlutfall tímabundinna starfsmanna af heildarfjölda | 3% | 5% | 6% | 10% |
S6 Stefna um jafnræði
Segir til um hvort að til staðar sé stefna um jafna stöðu starfsmanna óháð kyni, trúarbrögðum, litarhætti o.s.frv.
S6 Stefna um jafnræði | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er stefna um jafnræði til staðar? | Já | Já | Já | Já |
S7 Slysatíðni
Mælir hlutfall slysa eða dauðsfalla á vinnustað miðað við heildarfjölda starfsmanna.
S7 Slysatíðni | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Hlutfall starfsmanna sem slasast eða látast á vinnustað | 0% | 0% | 0% | 0% |
S8 Stefna um heilbrigði og öryggi
Segir til um hvort að til staðar sé stefna um heilbrigði og öryggi starfsmanna.
S8 Stefna um heilbrigði og öryggi | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar stefna um heilbrigði og öryggi? | Já | Já | Já | Já |
S9 Stefna um þrælkun
Segir til um hvort að til staðar sé stefna um barnaþrælkun eða þvingun starfsmanna.
S9 Stefna um þrælkun | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar stefna um þrælkun? | Nei | Nei | Nei | Nei |
Ekki er til staðar sérstök stefna hjá TM um þrælkun sem birt er opinberlega. Félagið fylgir hins vegar í öllu ákvæðum laga um þessi mál.
S10 Stefna um mannréttindi
Segir til um hvort að til staðar sé stefna um mannréttindi. Ef slík stefna er til staðar þá þarf að vísa í hvar hún hefur verið birt opinberlega.
S10 Stefna um mannréttindi | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar stefna um mannréttindi? | Nei | Nei | Nei | Nei |
Ekki er til staðar sérstök stefna hjá TM um mannréttindi sem birt er opinberlega. Félagið fylgir hins vegar í öllu ákvæðum laga um þessi mál.
S11 Mannréttindabrot
Fjöldi kvartana um mannréttindabrot sem fá formlega meðhöndlun hjá fyrirtækinu eða eftir öðrum leiðum. Um er að ræða fjölda atvika sem eru tilkynnt, meðhöndluð eða afgreidd á hverju ári.
S11 Mannréttindabrot | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Fjöldi kvartana eða úrskurða um mannréttindabrot | 0 | 0 | 0 | 0 |
S12 Fjölbreytileiki í stjórn
Mælir hlutfall kvenna og óháðra stjórnarmanna í stjórn félagsins og er ætlað að vera vísbending um fjölbreytileika við stjórnun fyrirtækisins sem almennt stuðlar að betri ákvarðanatöku og rekstri. Hér á landi er lögbundið lágmarkshlutfall hvors kyns í stjórnum fyrirtækja.
S12 Fjölbreytileiki í stjórn | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Hlutfall kvenna í stjórn | 40% | 40% | 40% | 60% |
G1 Stjórnarseta forstjóra
Segir til um hvort að forstjóri sitji í stjórn eða gegni formennsku í einhverri af undirnefndum stjórnar. Mælikvarðinn gefur til kynna sjálfstæði stjórnar en sums staðar erlendis hefur tíðkast að forstjóri sitji í stjórn eða gegni jafnvel stjórnarformennsku. Það dregur verulega úr því hlutverki stjórnar að geta haft virkt eftirlit með störfum forstjóra.
G1 Stjórnarseta forstjóra | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Situr forstjóri í stjórn eða gegnir
formennsku í undirnefnd stjórnar? |
Nei | Nei | Nei | Nei |
G2 Gagnsæi í stjórnun
Segir til um hvort að stjórn birti opinberlega upplýsingar um stjórnarhætti og ákvarðanir sínar. Mælikvarðanum er ætlað að stuðla að því að stjórnir fyrirtækja upplýsi m.a. um stefnumótun og hvernig henni er framfylgt í rekstrinum. Þetta á sérstaklega við varðandi umhverfistengda, félagslega og stjórnunarlega þætti.
G2 Gagnsæi í stjórnun | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Birtir stjórn upplýsingar um stjórnarhætti og ákvarðanir? | Já | Já | Já | Já |
Upplýsingar um stjórnarhætti er að finna á vef félagsins.
G3 Samfélagslegt hvatakerfi
Er félagið með hvatakerfi sem tekur mið af samfélagslegum mælikvörðum? Mælikvarðanum er ætlað að sýna fram á að fyrirtækið hafi sjálfbærni að leiðarljósi til lengri tíma litið. Hann beinist aðallega að stjórnendum og þeim sem geta haft áhrif á ákvarðanir sem lúta að sjálfbærni fyrirtækja. Með því að fylgja t.d. viðmiðum um umhverfismál má minnka sóun og draga úr kostnaði sem hefur bein áhrif á fjárhagslega afkomu.
G3 Samfélagslegt hvatakerfi | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar samfélagslegt hvatakerfi? | Nei | Nei | Nei | Nei |
G4 Stuðningur við samtök launafólks
Segir til um hvort að félagið virði rétt launafólks til að vera í verkalýðsfélagi sem fer með samningsrétt fyrir hönd félagsmanna. Þessi mælikvarði á frekar við þar sem réttur launafólks til að vera í verkalýðsfélögum er ekki bundinn í lög líkt og er á Íslandi. Hlutfall starfsmanna TM sem eru félagar í stéttarfélagi er 89%.
G4 Stuðningur við samtök launafólks | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Styður félagið rétt launamanna til að taka þátt í verkalýðsfélagi? | Já | Já | Já | Já |
G5 Sjálfbær innkaupastefna
Er félagið með innkaupastefnu sem tekur mið af sjálfbærni birgja? Þessum mælikvarða er ætlað að ýta undir að sjálfbærni verði leiðarljós fyrirtækja með því að skapa þrýsting á milli aðila í virðiskeðjunni.
G5 Sjálfbær innkaupastefna | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar stefna um sjálfbærni birgja? | Nei | Nei | Nei | Nei |
Til staðar er stefna um útvistun verkefna og stefnt er að því að uppfæra hana þannig að hún innifeli sjálfbæra innkaupastefnu.
G6 Siðareglur
Er félagið með siðareglur og fylgir þeim varðandi samskipti starfsmanna félagsins innbyrðis og samskipti starfsmanna við viðskiptavini TM, birgja og aðra aðila?
G6 Siðareglur | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Eru til staðar siðareglur? | Já | Já | Já | Já |
Siðareglur er að finna á vef félagsins. Heiðarleiki er einn af grunngildum félagsins sem rímar vel við þennan mælikvarða.
G7 Mútur og spilling
Er félagið með stefnu eða reglur um mútur eða spillingu af öðru tagi? Mælikvarðinn er að hluta til vísbending um hversu öflug áhættustýring er til staðar hjá félaginu.
G7 Mútur og spilling | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Eru til staðar reglur um mútur og spillingu? | Já | Já | Já | Já |
Fjallað er um hagsmunaárekstra í siðareglumTM sem finna má á vef félagsins.
G8 Gagnsæi í skattamálum
Er félagið með formlega stefnu um skattamál? Mælikvarðinn gefur til kynna hvort til staðar sé vilji til að upplýsa afstöðu félagsins til skattlagningar og hvort stjórn hafi yfirsýn og móti stefnuna. Þessi mælikvarði á sérstaklega við þegar félög eru með starfsemi í mörgum skattaumdæmum og nýta leiðir til að lágmarka skattlagningu í einstökum ríkjum.
G8 Gagnsæi í skattamálum | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Er til staðar stefna um skattamál? | Nei | Nei | Nei | Nei |
Skattskil TM ná einungis til Íslands og fylgir félagið öllum þeim lögum og reglum sem gilda í landinu. Ekki er talin vera þörf á sérstakri stefnu um skattamál.
G9 Sjálfbærniskýrsla
Gefur félagið út sérstaka skýrslu um stöðu félagsins hvað varðar sjálfbærni?
G9 Sjálfbærniskýrsla | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Gefur félagið út sérstaka skýrslu um sjálfbærni? | Já | Já | Já | Nei |
Félagið gefur árlega út ESG-skýrslu auk þess sem það birtir sambærilegar upplýsingar á vefkerfi Nasdaq OMX. Skýrslan er birt sem viðauki við ársreikning TM.
G10 Aðrar skýrslur
Gefur félagið út aðrar skýrslur svo sem GRI, CDP, SASB, IIRC eða UNGC? Um er að ræða aðra upplýsingagjöf til viðbótar þeirri sem kemur fram í þessari skýrslu og fjárfestar sem horfa til samfélagslegrar ábyrgðar þekkja.
G10 Aðrar skýrslur | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Gefur félagið út einhverjar skýrslur um samfélagslega ábyrgð? | Nei | Nei | Nei | Nei |
Þátttaka TM í tilraunaverkefni Nasdaq er fyrsta formlega skýrslugjöf TM varðandi þessa þætti og verða niðurstöðurnar liður í ákvörðun um hvort farið verði út í frekari upplýsingagjöf í þessum efnum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
G11 Ytri úttektir og vottun
Eru upplýsingar um samfélagslega ábyrgð teknar út af þriðja aðila? Mælikvarðinn gefur vísbendingu um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem birtar eru um samfélagslega ábyrgð og er hann m.a. nýttur af fjárfestum með hliðstæðum hætti og einkunnagjöf matsfyrirtækja hvað varðar fjárhagslega stöðu.
G11 Ytri úttektir eða vottun | 2019 | 2018 | 2017 | 2016 |
Eru upplýsingar teknar út af ytri aðila? | Já, að hluta | Já, að hluta | Já, að hluta | Nei |
Klappir ehf. staðreyna mælingar í umhverfismálum. TM hefur fengið viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.