TM í Kauphöll

Hlutabréf TM voru skráð í Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi 8. maí 2013. Hlutafé félagsins skiptist í árslok árið 2019 milli 794 hluthafa, en þeir voru 802 í ársbyrjun.

Upplýsingastefna TM

1. Markmið upplýsingastefnu

Markmið upplýsingastefnu TM er að tryggja jafnan aðgang hagsmunaaðila að réttum og áreiðanlegum upplýsingum um TM. Þannig má auka þekkingu þeirra og eftir atvikum annarra á starfsemi félagsins.

2. Hagsmunaaðilar

Helstu hagsmunaaðilar vegna framkvæmdar upplýsingastefnu TM eru:

  • Hluthafar
  • Fjárfestar
  • Greiningarfyrirtæki
  • Matsfyrirtæki
  • Kauphöll Nasdaq OMX á Íslandi
  • Fjölmiðlar

3. Verklag upplýsingamiðlunar

TM fylgir í öllu þeim lögum og reglum sem gilda um upplýsingaskyldu félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Nasdaq Iceland hf. eins og nánar greinir hér að neðan.

a. Tilkynningar
Tilkynningum um uppgjör félagsins, niðurstöður matsfyrirtækja eða annað sem talið er geta haft umtalsverð áhrif á rekstur, afkomu og efnahag félagsins er dreift í gegnum fréttaveitu Kauphallar Nasdaq Iceland hf. Þegar fréttir hafa verið birtar í fréttaveitunni eru þær birtar á vef TM.

b. Kynningar
Í kjölfar árs- og árshlutauppgjöra heldur TM kynningarfundi fyrir hagsmunaaðila. Á fundunum er jafnframt farið yfir spár félagsins um afkomu næstu ársfjórðunga.

c. Þagnartímabil
Einum mánuði fyrir lok hvers uppgjörstímabils og fram að uppgjöri veitir TM engar upplýsingar um málefni er hafa áhrif á rekstur, afkomu og efnahag félagsins.

d. Afkomuspár
Samhliða uppgjörum birtir félagið spá fyrir næstu fjóra ársfjórðunga. Spárnar eru uppfærðar ef líkur eru taldar á verulegu fráviki frá áður birtri spá.

e. Samskipti
Það er markmið TM að eiga í góðum samskiptum við hagsmunaaðila. Í þeim tilgangi er leitast við að veita þeim aðstoð við umfjöllun um félagið innan þess ramma sem lög og reglur heimila.

f. Talsmaður
Forstjóri TM er talsmaður félagsins. Hann getur veitt öðrum starfsmönnum TM tímabundna heimild til þess að tjá sig um afmarkaða þætti starfseminnar.

Forstjóri félagsins er Sigurður Viðarsson
netfang: sigurdur@tm.is
sími: 515-2609/898-6276

Upplýsingastefna TM er samþykkt af stjórn félagsins og skal endurskoðuð a.m.k. einu sinni á ári.

Stjórn TM hf.

Þróun á hlutabréfaverði TM frá skráningu til loka árs 2019

 

Hlutabréfaverð

Listi yfir 20 stærstu hluthafa 31. desember 2019

  Nafn Hlutafé %
1 Stoðir hf. 76.978.143 kr. 9,97
2 Gildi - lífeyrissjóður 71.388.156 kr. 9,25
3 Lífeyrissjóður verslunarmanna 63.964.025 kr. 8,29
4 Íslandsbanki hf. 57.698.996 kr. 7,48
5 Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deil 54.749.596 kr. 7,09
6 Birta lífeyrissjóður 51.052.363 kr. 6,61
7 Lansdowne Icav Lansdowne Euro 45.052.000 kr. 5,84
8 LF Miton UK Multi Cap Income 34.753.602 kr. 4,50
9 Stefnir - ÍS 15 29.165.018 kr. 3,78
10 Stapi lífeyrissjóður 26.922.473 kr. 3,49
11 Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deil 18.207.940 kr. 2,36
12 Brú Lífeyrissjóður starfs svei 16.556.046 kr. 2,14
13 Stefnir - ÍS 5 15.634.508 kr. 2,03
14 Landsbréf - Úrvalsbréf 15.155.359 kr. 1,96
15 Fjórir GAP ehf 11.574.916 kr. 1,50
16 Almenni lífeyrissjóðurinn 11.328.172 kr. 1,47
17 ÍV fjárfestingafélag ehf 10.244.000 kr. 1,33
18 Lífsverk lífeyrissjóður 10.237.550 kr. 1,33
19 Kristinn ehf. 8.804.148 kr. 1,14
20 The Diverse Income Trust PLC 8.553.702 kr. 1,11